spot_img
HomeFréttirHörður Axel leikur sinn fyrsta leik eftir endurkomuna

Hörður Axel leikur sinn fyrsta leik eftir endurkomuna

Tveir leikir fara fram í Dominos deild karla í kvöld í áttundu umferð deildarinnar. Eftir tvö óvænt úrslit í gær er orðið enn erfiðara að spá fyrir um úrslit og ljóst að baráttan verður mikil á toppi og botni deildarinnar í allan vetur. 

 

Hörður Axel Vilhjálmsson mun leika sinn fyrsta leik eftir endurkomuna fyrir Keflavík gegn Haukum í Hafnarfirði. Haukar eru í 10 sæti deildarinnar með tvo sigra en þeir komu báðir á heimavelli og því mikilvægt að ná í fleiri stig þar. 

 

Þórsarar mæta grimmir til leiks gegn Tindastól en Þór hefur tapað tveim leikjum í röð eftir frábæra byrjun. Tindstóll fór frábærlega af stað eftir þjálfaraskiptin og vilja að öllum líkindum halda uppteknum hætti og koma sér fyrir alvöru í toppbaráttuna. 

 

Þrír leikir fara fram í 1. deild karla þar sem spennan er ekki síðri. Allir leikir dagsins eru hér að neðan:

 

Dominos deild karla

Haukar – Keflavík

Þór Þ – Tindastóll

 

1.deild karla

Breiðablik – Ármann

FSu – Höttur

Hamar – ÍA

Fréttir
- Auglýsing -