spot_img
HomeFréttirHörður Axel hættur hjá Astana

Hörður Axel hættur hjá Astana

 

Hörður Axel Vilhjálmsson er á heimleið eftir að hann fékk sig lausann undan samningi við BC Astana í Kasakstan. Þetta staðfesti Hörður í samtali við Karfan.is nú í dag.  "Stjórn liðsins er í raun valdur þess að þetta er ekki að ganga upp. Þeir taka ákvörðun og fara bakvið þjálfara liðsins þegar þeir ráða öðruvísi leikstjórnanada. Þetta var eins og segir þvert á vilja þjálfarans sem vildi ólmur halda mér. Ég get kannski sjálfum mér um kennt eftir að hafa átt þrjá slaka leiki hafi ég í raun gefið þeim séns á þessu." sagði Hörður Axel. 

 

Hörður Axel, sem er 29 ára, hefur farið víða á atvinnumanna ferlinum en auk Kasakstans hefur hann spilað á Spáni, Þýskalandi, Grikklandi, Tékklandi, Belgíu og Ítalíu.  Lið Astana eru í 11. sæti í deild sinni af 13 liðum og hefur unnið 2 leiki af þeim 9 sem þeir hafa spilað. 

 

Hörður var nokkuð viss á því hvað tæki nú við. "Keflavík er minn fyrsti kostur og það þyrfti ansi mikið að gerast til að ég endi ekki í Keflavík. Ég sest niður með þeim þegar ég lendi." sagði Hörður með framhaldið.   Nokkuð ljóst að Keflvíkingar fagna þessu hvalreki og lítið þarf að fara yfir það hversu mikin styrk þeir fá í Herði. 

 

Hörður hefur á sínum atvinnumannaferlið ýmsa fjöruna sopið og mikið gengið á. "Já alltaf þegar ég held að ég hafi séð allt þá kemur upp einhver ný staða. Síðustu þrjú tímabil hafa verið heldur betur skrautleg. Ég þarf bæði meira öryggi og stöðuleika núna og hugsa fyrst og fremst um hag minnar fjölskyldu." bætti Hörður við.  Það var því við hæfi að spyrja Hörð hvort hann væri þá endanlega kominn heim úr atvinnumennskunni. " Aldrei að segja aldrei en eins og staðan er í dag þá hef ég engin plön til þess að fara aftur út." 

Fréttir
- Auglýsing -