spot_img
HomeFréttirHörður Axel ekki meira með Keflavík

Hörður Axel ekki meira með Keflavík

Hörður Axel Vilhjálmsson hefur samið við lið í Belgíu eftir að hafa spilað einungis tvo leiki með Keflvík í upphafi tímabils. Frá þessu greinir Vísir.is í morgun.

 

Hörður hafði samið við lið í Grikklandi í sumar um að spila þar en þegar þjálfarinn ákvað að hætta með liðið og þegar nýr þjálfari tók við vildi hann ekki nota Hörð og var hann þar með fastur á samning í Grikklandi. Eftir margar vikur af óvissu komst hann svo að samkomulagi við gríska liðið um að losna á samning og samdi hann þá við Keflavík og hefur spilað leiki. 

 

Hörður semur við lið í belgísku úrvalsdeildinni, Limburg United sem mun leika í FIBA Europe Cup í vetur eftir að hafa lent í fjórða sæti deildarinnar síðasta vetur. Liðið hefur tapað þrem leikjum og unnið einn í byrjun tímabils og mun Hörður án efa bæta liðið helling.

 

Keflavík leikur gegn Snæfell í kvöld og verður án Harðar sem fór til Belgíu í morgun. Hörður Axel var með fjórtán stig að meðaltali í leik, 4,5 fráköst og 4,5 stoðsendingar.  

Fréttir
- Auglýsing -