spot_img
HomeFréttirHörður Axel á leið heim

Hörður Axel á leið heim

Hörður Axel Vilhjálmsson mun að öllum líkindum spila með Keflavík út tímabilið eftir allt, hann tilkynnti nú fyrir stuttu að hann væri á leið heim á facebook síðu sinni. Hann kemur frá Limburg United í Belgíu en hann hafði samið við Keflavík fyrr í sumar og má búast við að hann semji við liðið aftur á næstu stundum. 

 

 

Hörður hafði samið við lið í Grikklandi í sumar um að spila þar en þegar þjálfarinn ákvað að hætta með liðið, nýr þjálfari tók við vildi hann ekki nota Hörð og var hann þar með fastur á samning í Grikklandi. Eftir margar vikur af óvissu komst hann svo að samkomulagi við gríska liðið um að losna á samning og samdi hann þá við Keflavík og spilaði 2 leiki. Í þessum tveim leikjum var Hörður Axel með fjórtán stig að meðaltali í leik, 4,5 fráköst og 4,5 stoðsendingar.  

 

 

Hörður samdi svo við lið í belgísku úrvalsdeildinni, Limburg United til tveggja mánaða. Hörður segir að fljótlega við komuna í Belgíu hafi verið ljóst að þetta var ekki fyrir hann. Samningurinn hafi því ekki verið framlengdur af hans frumkvæði og hann haldi nú heim til Ísland. Limburg situr í neðsta sæti belgísku úrvalsdeildarinnar með einungis eitt stig. Hörður var með 5.8 stig, 2 fráköst og 1,8 stoðsendingu að meðaltali í leik en hann lék fjóra leiki fyrir félagið.

 

 

Hörður Axel yrði gríðarleg styrking fyrir Keflavík en hann er byrjunarliðsmaður í íslenska landsliðinu sem leikur á Eurobasket á næsta ári. Keflavík er í sjötta sæti eftir sex leiki, liðið hefur unnið þrjá og tapað þrem af þessum leikjum. 

 

 

Eins og komið hafði fram samdi Hörður Axel við Keflavík til fjögurra ára í sumar áður en þessi röð atvika fór af stað. Ljóst er að þetta er gríðarleg biðbót við lið Keflavíkur en hann gekk til liðs við félagið 2008 og átti þar góðan feril þar til hann hélt erlendis í atvinnumennsku árið 2011, en þá fór til liðs við þýska félagið Mitteldeutscher. Hörður Axel hefur frá því leikið með spænska félaginu Valladolid, gríska félaginu Aries Trikala og tékkneska félaginu ?EZ Basketball Nymburk.

 

 

Keflavík hefur ekki staðfest vistaskiptin en Hörður lék sinn síðasta leik með Limburg í dag gegn Brussels. 

 

Facebook stöðu Harðar má lesa í fullri lengd hér að neðan. Birt með góðfúslegu leyfi. 

 

Fréttir
- Auglýsing -