spot_img
HomeFréttirHörður að standa sig

Hörður að standa sig

14:58 

{mosimage}

 

 

 

Hörður Axel Vilhjálmsson segir að þjálfari hans hjá Gran Canaria á Spáni hafi gefið honum góða von um að komast inn í aðallið félagsins en Hörður hefur upp á síðkastið verið að æfa þrisvar sinnum á dag með varaliði félagsins. „Þjálfarinn segir að það komi að því bráðlega að ég verði kallaður inn og fái að minnsta kosti að verma bekkinn,“ sagði Hörður í samtali við Karfan.is

 

Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að gerast atvinnumaður í íþróttum í landi þar sem maður skilur hvorki upp né niður í tungumáli innfæddra. „Stundum getur þetta verið mjög erfitt en það er vel hugsað um mann hérna og öll umgjörðin er mjög góð,“ sagði Hörður sem er þó að ná hægum en góðum tökum á spænskunni.

 

Nú þegar hefur Hörður leikið tvo leiki með b-liði Gran Canaria sem leikur í 4. deild á Spáni, sigur og tap voru úrslitin. Í sigurleiknum gerði Hörður 19 stig en 21 stig í tapleiknum svo strákurinn er ekki að slá slöku við og verður eflaust farinn að gera gott tilkall fyrir plássi í aðalliðinu innan skamms.

 

nonni@karfan.is

 

Fréttir
- Auglýsing -