spot_img
HomeFréttirHörðu Axel var sáttur með stigin en fátt annað "Þetta var ekki...

Hörðu Axel var sáttur með stigin en fátt annað “Þetta var ekki fallegur körfuboltaleikur”

Keflavík lagði Hauka í kvöld í Dominos deild karla, 76-83. Keflavík eftir leikinn taplausir eftir fyrstu þrjá leikina á meðan að Haukar hafa unnið einn en tapað tveimur.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við leikmann Keflavíkur, Hörð Axel Vilhjálmsson, eftir leik í Ólafssal.

Mér dettur það í hug að henda því bara á þig í byrjun að fullyrða að þetta var bara frekar lélegur leikur…

Já, þetta var ekki fallegur körfuboltaleikur. Það eru kannski allir að tengjast þessum rytma að spila svona þétt, ég veit það ekki…Við vorum rosa flatir einhvern veginn og þeir voru ekki mikið skárri upp á það að gera. En það þarf að spila þessa leiki líka og þó það sé spilað svona þétt þá þurfum við að rífa okkur í gang og njóta þess að spila – við höfum verið að bíða í 3 og hálfan mánuð eftir því að spila…

Einmitt..það leit ekki neitt rosalega mikið út þannig einhvern veginn…

…neinei, við megum ekki detta í það að halda að það sé nóg að mæta bara og vinna sjálfkrafa…við þurfum að njóta þess að spila og hlutirnir gerast ekki af sjálfu sér.

Sennilega bjuggust flestir við ykkar sigri og það má kannski segja að þið eigið að vinna Haukana, ekki síst í ljósi þess að þeir voru Kanalausir í kvöld. En það þarf að mæta og það þarf að skora stigin og spila vörnina…

…jájá…

…og þetta dugði svo sem en hafðiru þá tilfinningu að þið væruð með leikinn alltaf í höndunum…þið voruð jú yfir allan leikinn…

Manni leið alveg þægilega með leikinn þannig séð, hvort við myndum vinna eða tapa en við erum að reyna að nota þessa leiki núna til að slípa okkur saman líka. Maður vill spila vel líka, við erum minna að spá í hvort við erum að vinna eða tapa, auðvitað vill maður alltaf vinna en við erum að reyna að spila okkur í rytma. En Haukarnir eru nú með hörkulið þó það vanti Kanann hjá þeim, það verður ekki af þeim tekið og það þarf að mæta og spila af krafti til að vinna hér.

Jájá, og þeir áttu sína spretti vissulega. Mér fannst þið vera að hugsa svolítið um vörnina í þessum leik, reyna að koma stemmningu í vörnina og koma henni í svolítinn gír. Hún var á köflum ágæt hjá ykkur…

Við vorum frekar ósáttir með varnarleikinn í fyrri hálfleik, við töluðum um það í hálfleik að reyna að fá meiri stemmningu í okkur sem hóp. Við vorum líka bara í bölvuðu veseni undir körfunni með stóru mennina þeirra, Fitzpatrick er bara frábær leikmaður og kom mér mjög á óvart hvað hann er rosalega lunkinn.

Jújú og Raggi og Breki voru að berjast mjög vel þarna undir körfunni…

…Jájá Raggi gerði mjög vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Það má líka segja að við erum ekkert með neitt sérstaklega hávaxið lið þegar Dean eða Milka eru á bekknum og þeir nýttu sér það og Israel var snjall að setja Ragga inn þegar við vorum að skipta öðrum hvorum þeirra. Þannig að þetta er svona skák líka.

Jújú akkúrat. En þið fáið alla veganna stigin tvö en kannski hæfilega ánægðir með frammistöðuna heildina á litið?

Jújú, kannski með frammistöðuna en maður er alltaf ánægður með að vinna og má aldrei taka því sem sjálfsögðum hlut. Maður þarf að hafa mikið fyrir því að vinna körfuboltaleik. Við löbbum sáttir með stigin tvö í burtu en frammistaðan er eitthvað sem við gætum skoðað svolítið.

Viðtal / Kári Viðarsson

Fréttir
- Auglýsing -