Stjarnan hefur samið við ÞG Verk um að verða aðalstyrktaraðili félagsins til næstu tveggja ára. Tilkynnir félagið þetta á samfélagsmiðlum rétt í þessu.
Samkvæmt tilkynningu félagsins mun nafn íþróttahúss félagsins því breytast úr Umhyggjuhöllinni eins og það hefur verið síðustu ár og bera nafn ÞG Verks, ÞG Verk höllin.