spot_img
HomeFréttirHM Úrslit: Frakkar slógu út Spánverja!

HM Úrslit: Frakkar slógu út Spánverja!

Gestagjafarnir á HM í körfubolta, Spánverjar voru rétt í þessu að tapa mjög óvænt fyrir Frökkum í 8 liða úrslitum keppninnar. Spánverjum hafði verið spáð í úrslitin gegn Bandaríkjamönnum, enda með firnasterkt lið. Fransmenn hins vegar skelltu öllu í lás í vörninni og slógu út Spánverjana, án aðstoðar Tony Parker sem ekki tók þátt í þessu móti. 
 
Skotnýting var ekki góð hjá hvoru liði. Bæði lið undir 40% en Spánn þó heldur lakari eða 32%. Frökkum tókst að landa þessum sigri þrátt fyrir 16 tapaða bolta en þessi leikur vannst í vörninni einni og sér og sést það á stigaskorinu.
 
 
NBA meistari Boris Diaw leiddi Frakka með 15 stig og 5 fráköst. Thomas Huertel bætti við 13 stigum en Rudy Gober var óstöðvandi í fráköstunum og reif niður 13 slík, þar af 4 í sókn. 
 
Pau Gasol leiddi heimamenn með 17 stig og 8 stig. Juan Carlos Navarro bætti við 10 stigum.  Framlag Marc Gasol var hins vegar takmarkað.
 
Spánverjar sigruðu Frakka í riðlakeppninni með yfir 20 stigum fyrr í mánuðinum.
 
Frakkar mæta því Serbíu í undanúrslitum.
 
Fréttir
- Auglýsing -