Nú er fyrsta leikdegi á HM lokið með nokkrum frábærum leikjum. Áhugaverðustu úrslit dagsins var án efa sigur Frakka á Spánverjum. Þó að Frakkar eru mjög sterkir eru Spánverjar sterkasta lið Evrópu en þeir eru ríkjandi evrópu- og heimsmeistarar. Því mátti búast við sigri Spánverja. Frakkar unnu 72-66.
A-riðill:
Ástralía vann Jórdaníu með einu stigi 76-75. David Andersen tryggði Ástralíu sigurinn á línunni þegar 13 sekúndur voru eftir af leiknum. Jórdanía leiddi 70-75 þegar aðeins meira en mínúta var eftir. Ástralir náðu að skora síðustu sex stigin og vinna.
Aleks Maric var með 23 stig fyrir Ástralíu og David Andersen setti 22. Hjá Jórdaníu var Zaid Abbaas með 22 stig.
Serbar fóru létt með Angólu í leik sem var aldrei spennandi og lokatölur 94-44 Serbum í vil. Brotthvarf þeirra félaga Nenad Kristic og Milos Teodosic hafði engin áhrif enda getumunurinn það mikill.
Hjá Serbum var Aleksandar Rasic með 22 stig og hjá Angóla var Olimpio Cipriano með 10 stig.
Argentínumenn unnu Þjóðverja 78-74 en þeir eru án Andreas Nocioni sem gat ekki verið með á HM vegna meiðsla. En lið hans Philadelphia heimtaði að hann yrði ekki með vegna meiðsla sinna. 14-0 sprettur Argentínumanna í þriðja leikhluta lagði grunn að sigri þeirra.
Stigahæstur hjá Argentínu var Carlos Delfino með 27 sig og hjá Þjóðverjum var Demond Green með 20 stig.
B-riðill:
Túnis átti aldrei möguleika gegn Slóveníu sem uppskar stóran sigur á Norður Afríku búunum. Leikurinn endaði 80-56 fyrir Slóveníu. Túnis barðist vel í fyrri hálfleik en evrópumennirnir voru þeim of erfiðir og Slóvenía vann sanngjarnan sigur.
Hjá Slóveníu var Goran Dragic með 16 stig og hjá Túnis skoraði Radhouane Slimane mest allra eða 11 stig.
Bandaríkjamenn unnu Króata 106-78 og byrja því HM mjög sterkt. Eftir fyrstu tíu mínúturnar munaði aðeins tveimur stigum 22-20 en í öðrum leikhluta juku Bandaríkjamenn muninn og unnu stórt.
Hjá Bandaríkjunum skoraði Eric Gordon 16 stig og hjá Króatíu var Bojan Bogdanovic 17 stig.
Brassar unnu Írani 81-65 og byrjar Brasilía afar sterkt þetta árið. Brasilía tók forystuna strax í fyrsta leikhluta og lét hana aldrei af hendi og unnu góðan sigur.
Guilherme Giovannoni var stigahæstur hjá Brasilíu með 17 stig og hjá Íran skoraði Hamed Haddadi 16 stig.
C-riðill:
Grikkir létu ekki góðan kafla frá Kínverjum í þriðja leikhluta setja sig út af laginu og unnu 89-81 en staðan í hálfleik var 47-37 Grikkjum í vil. En þeir léku án þeirra Sofoklis Schortsinitis og Antonis Fotsis sem eru í banni.
Nikos Zisis var með 21 stig fyrir Grikki á meðan Yi Jianlian setti 26 fyrir Kínverja.
Rússar höfðu betur gegn Púertó Ríkó 75-66 í hörkuleik. Rússar léku án Viktor Khryapa sem er að jafna sig á meiðslum. Þrátt fyrir það sýndu Rússar á sér sparihliðarnar og unnu á endanum vinnusigur en Púertó Ríkó leiddi með einu stigi þegar lokaleikhlutinn hófst.
Hjá Rússlandi var Sergey Monya með 16 stig og hjá Púertó Ríkó skoraði José Barea 25 stig.
Heimamenn í Tyrklandi gáfu stuðningsmönnum sínum góð fyrirheit fyrir mótið með auðveldum sigri á Fílabeinsströndinni 86-47. Það var aldrei spurning hvor megin sigurinn myndi enda og því fór sem fór.
Hjá heimamönnum skoraði Ömer Onan 18 stig og hjá Fílabeinsströndinni var Jonathan Kale með 10 stig.
D-riðill:
Litháar unnu flottan sigur á Nýja Sjálandi 79-92. Litháar þurftu að hafa fyrir sigrinum gegn Nýja Sjálandi en góður sprettur í 2. leikhluta hjálpaði þeim að halda forystunni og klára leikinn að lokum.
Kirk Penny var sjóðandi heitur með 37 stig fyrir Ný Sjálendinga og hjá Litháum skoraði Linas Kleiza 27 stig.
Líbanon vann Kanada 81-71 og telst það mikil vonbrigði fyrir Kanadamenn sem ætluðu sér mikið á mótinu. Kanada leiddi stóran hluta af leiknum en frábær frammistaða í lokaleikhlutanum fleyti Líbanon yfir.
Hjá Kanada var Joel Anthony með 17 stig og Fadi El Khatib skoraði 31 stig fyrir sigurliðið.
Frakkar unnu Spánverja 72-66 og það má segja að Frakkar fá sannkallaða draumabyrjun. Þeir Mickael Gelabale og Andrew Albicy voru frábærir í kvöld og hjálpuðu Frökkum að vinna dramatískan sigur.
Stigahæstur hjá Frökkum var Mickael Gelabale með 16 stig og hjá Spáni var Juan Carlos Navarro með 17 stig.
Ljósmynd/ Slóvenar eru margir í Tyrklandi og þeir hvetja sína menn óspart.
emil@karfan.is