Riðlakeppninni á HM 2014 er lokið og ljóst hvaða lið halda áfram upp í 16 liða úrslitin. Spánn, Bandaríkin og Grikkland fóru taplaus í gegnum riðlakeppnina og leiddu öll sína riðla. Dóminíska lýðveldið mætir því Slóveníu, Bandaríkjamenn mæta Mexíkó, Nýja Sjáland mætir Litháen, Tyrkland mætir Ástralíu, Frakkland mætir Króatíu, Spánn mætir Senegal, Serbía mætir Grikklandi og Brasilía mæti Argentínu.
Annars voru úrslit eftirfarandi:
Ástralía – Angóla 81-91
Senegal – Filipseyjar 79-81
Finnland – Nýja Sjáland 65-67
Brasilía – Egyptaland 128-65
S-Kórea – Mexíkó 71-87
Úkraína – Bandaríkin 71-95
Íran – Frakkland 76-81
Króatía – Portó Ríkó 103-82
Litháen – Slóvenía 67-64
Tyrkland – Dóminíska lýðveldið 77-64
Serbía – Spánn 73-89
Argentína – Grikkland 71-79