spot_img
HomeFréttirHlynur: Strákarnir hittu svakalega

Hlynur: Strákarnir hittu svakalega

22:00
{mosimage}

(Hlynur tekur við bikarnum úr höndum Hreiðars Más Sigurðssonar forstjóra Kaupþings) 

Það voru 18 fráköst, 7 stoðsendingar og 8 stig sem lágu í valnum hjá Hlyni Elíasi Bæringssyni þegar Snæfellingar höfðu yfirburða bikarsigur gegn Fjölni 109-86 í Laugardalshöll í dag. Snæfellingar hittu sem óðir væru og þá sér í lagi í þriðja leikhluta og var lítil þörf á því að finna Hlyn í teignum í sókninni en þegar boltinn barst hans leið skilaði piltur sínu að vanda. Hann var glaður í bragði í Laugardalshöll í dag þegar Snæfell landaði sínum fyrsta bikarmeistaratitli enda vel við hæfi á 70 ára afmæli félagsins. 

Er stórveldi í fæðingu?
,,Ég veit það ekki en við vorum að spila stórleik og unnum stóran bikar og það er hið besta mál,” sagði Hlynur í samtali við Karfan.is í leikslok. ,,Strákarnir hittu svakalega fyrir utan í dag og við vissum að Fjölnismenn væru með mikla áherslu á teiginn, við skoðuðum það vel fyrir leikinn og fyrir vikið opnaðist fyrir utan og við nýttum vel okkar skot,” sagði Hlynur.  

Sýnu skemmtilegra að kveðja Höllina með gull við hönd en silfur?
,,Ef ég hefði vitað hvað þetta væri gaman þá væri ég löngu búinn að þessu,” sagði Hlynur og hélt svo sína leið að fagna með Snæfellingum sem voru mun fjölmennari á pöllunum í dag. 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -