spot_img
HomeFréttirHlynur fór á kostum í toppslagnum: Sundsvall í toppsætið

Hlynur fór á kostum í toppslagnum: Sundsvall í toppsætið

Sannkallaður toppslagur fór fram í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar Sundsvall Dragons tóku á móti Boras Basket á heimavelli Dragons, lokatölur voru 105-96 Sundsvall í vil. Okkar menn þeir Hlynur Bæringsson, Jakob Örn Sigurðarson og Pavel Ermolinski fóru á kostum í leiknum. Hlynur splæsti í 30 stig og 14 fráköst með 42 í framlag og fyrir vikið er Sundsvall, ríkjandi meistarar, komið í toppsætið.
Eins og fyrr segir var Hlynur með 30 stig og 14 fráköst en hann var einnig með 2 stoðsendingar og nýtingin var til algerrar fyrirmyndar, 8 af 9 í teignum, 4 af 5 í þristum og bæði vítin lágu niðri. Glæsilegur leikur hjá Hlyn en kollegar hans í íslenska landsliðinu voru líka að gera fína hluti. Jakob Örn Sigurðarson með 23 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar og Pavel Ermolinski bætti við 18 stigum og 7 stoðsendingum.
 
Staðan í sænsku deildinni
Nr Lag M V F P PG/MP PPM/MPPM Hemma V/F Borta V/F Hemma PPM/MPPM Borta PPM/MPPM Senaste 5 Senaste 10 I rad Hemma /- i rad Borta /- i rad JM
1.  (3) Dragons 13 9 4 18 1136/1050 87.4/80.8 6/1 3/3 88.7/81.3 85.8/80.2 4/1 7/3 4 2 2 1/2
2.  (-1) Borås 13 9 4 18 1238/1171 95.2/90.1 5/2 4/2 92.3/85.7 98.7/95.2 3/2 8/2 -2 -1 -1 2/1
3.  (-1) LF Basket 12 8 4 16 1055/957 87.9/79.8 5/1 3/3 88.2/77.2 87.7/82.3 5/0 7/3 5 2 3 0/1
4.  (-1) Dolphins 11 8 3 16 964/890 87.6/80.9 4/2 4/1 87.8/81.7 87.4/80.0 4/1 7/3 -1 -1 3 3/2
5.  Uppsala 12 7 5 14 958/946 79.8/78.8 5/1 2/4
Fréttir
- Auglýsing -