spot_img
HomeSubway deildinSubway deild kvennaHjalti: Gerum atlögu að öllum titlum

Hjalti: Gerum atlögu að öllum titlum

Íslandsmeitarar Vals koma brattar inn í mótið í ár þrátt fyrir að hafa tapað í gærkvöldi leik um meistara meistaranna gegn Haukum á flautukörfu. Þó nokkrar breytingar hafa orðið á liðinu síðan á síðustu leiktíð og helst ber að nefna að Hjalti Vilhjálmsson tók við stýrinu og kemur til með að þjálfa liðið í vetur. Hjalti hokinn reynslu en síðustu ár hefur hann stýrt karla liði Keflavíkur.

“Undirbúningur okkar hefur gengið þokkalega en smá bras í útlendingamálum. Höfum æft nokkuð vel en auðvitað áherslubreytingar sem tekur tíma að aðlagast. Síðasta púslið í lið okkar var að klárast þannig já þegar hún kemur til landsins þá erum við tilbúin endanlega í slaginn.” sagði Hjalti í samtali við Karfan.is um undirbúning liðsins og liðskipan.

Væntingar liðsins hljóta augljóslega að vera háar, m.ö.o. að verja meistaratitil sinn. “Við ætlum svo sem ekki að verja eitt eða neitt enda urðu þær Íslandsmeistarar 2023 ekki 2024 og því nýtt ártal sem barist er um. Vissulega ætlum við að gera atlögu að öllum titlum sem í boði eru og ég tel liðið vera nægilega gott til að fara á eftir þeim öllum.”

Eins og Hjalti nefndi þá hafa útlendingamál skolast aðeins til hjá Valsstúlkum en þarf rofar til og nóg um að vera. Þegar þetta viðtal var tekið var það fyrir leik liðsins gegn Haukum sem fór fram í gær.

Byggi ofaná gott bú

“Nú spilum við leik Meistarar meistaranna gegn Haukum og svo þurfum við að koma nýjum leikmanni inn í það sem við erum að gera og fínstilla hér og þar á báðum endum. Við munum spila töluvert öðruvísi en í fyrra, það eru ávallt áherslubreytingar milli þjálfara. Óli gerði virkilega vel í fyrra og síðustu ár, ég tek við frábæru búi sem ég mun reyna að byggja ofan á og leiðbeina réttar leiðir.”

En hver er sýn Hjalta á komandi vetur og deildina, hvernig hún muni spilast? “Ég á von á skemmtilegri deild og mikið af góðum liðum þó svo að ég held að deildin verði tví- og jafnvel þrískipt. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þessi uppsetning kemur út sem mér persónulega finnst nokkuð undarlegt.”

Fréttir
- Auglýsing -