spot_img
HomeFréttirHjalti Friðriksson " Allt komið á beinu brautina"

Hjalti Friðriksson ” Allt komið á beinu brautina”

09:00
{mosimage}
(Hjalti Friðriksson)

Hjalti Friðriksson var stigahæstur í liði Vals með 17 stig og 8 fráköst þegar liðið vann Hauka að Ásvöllum og tryggði sér annað sætið í deildinni.  Leikurinn var mun jafnari en fyrri viðureign þessara liða og það er óhætt að segja að gestirnir hafi þurft að hafa fyrir þessum stigum. 
 “Við bara börðumst, loksins einhver barátta í okkur.  Við erum loksins byrjaðir að hafa einhverjar alvöru æfingar líka.  Búnir að vera frekar veikir og meiddir alltaf.  Við settum okkur markmið fyrir seinustu tvo leikina að vinna þessi tvö lið og það tókst svo það er allt komið á beinu brautina”.  Hjalti segir að Valsmenn hafi þurft að hugsa sinn gang eftir tapið gegn Fjölni í þrijðu seinustu umferð, “ Þá héldum við alvarlega fund og ræddum okkar mál og þá fóru hlutirnir að gerast”

Þegar öll stig hafa verið talin er ljóst að Valsmenn mæta KFÍ og Haukar taka á móti Fjölni í úrslitakeppninni í 1. Deildinni.  Hjalti virtist þó ekki vera smeikur við þá áskorun, “ Við verðum bara að stöðva Craig Schoen”.  

Fréttir
- Auglýsing -