spot_img
HomeFréttirHjalti Friðriks: Við förum í úrslitakeppnina, ekki spurning

Hjalti Friðriks: Við förum í úrslitakeppnina, ekki spurning

Hjalti Friðriksson leikmaður ÍR var hundfúll með tap liðsins gegn Tindastól í þriðju umferð Dominos deildar karla í kvöld.

 

„Leikurinn spilaðist ekki vel fyrir okkur. Við vorum með fínt leikskipulag sem við leikmennirnir náðum ekki að lata ganga upp. Vorum hikandi.“ sagði Hjalti við Karfan.is eftir leikinn í kvöld.

 

„Ég held að við hefðum átt séns í leiknum ef við hefðum spilað betur, þrátt fyrir að vera ekki með megnið af byrjunarliðinu. Við vorum seinir a okkur sem gaf þeim alltof mikið af opnum skotum. Á sama tima og við vorum ekki að hitta. Auðvitað slæmt að vera ekki með þrjá lykil menn en finnst við hafa fullt af goðum gæjum sem geta stigið upp.“

 

Stefán Karel, Matthías Orri og Kristinn Marínósson voru allir meiddir í dag og gátu fyrir vikið ekki spilað leikinn. Það var klárlega mikil blóðtaka fyrir ÍR sem gerði liðinu ekki auðveldar fyrir. ÍR hefur unnið einn leik í byrjun móts en eru með gott lið í höndunum. Hvernig líst Hjalta á veturinn?
 

„Veturinn lofar góðu. Við förum í úrslitakeppnina, engin spurning.“

 

ÍR mætir Skallagrím eftir viku í Borgarnesi og verður áhugavert að sjá hvort Hjalti og félagar ná að snúa við gengi liðsins.

Fréttir
- Auglýsing -