Tveir leikir fóru fram í 8 liða úrslitum NBA deildarinnar í nótt. Í Washington náðu heimamenn í Wizards að minnka mun sinn í einvíginu gegn Boston Celtics, 1-2. Nokkur hiti kominn á milli leikmanna í einvíginu, eins og sést hér fyrir neðan hvernig leikmaður Wizards, Kelly Oubre, fleygir Kelly Olynyk í jörðina eftir harða boltahindrun. Atkvæðamestur heimamanna í leiknum var John Wall með 24 stig. Stjarna Celtics, Isaiah Thomas, náði sé ekki á strik í leiknum, setti aðeins 13 eftir að hafa sett 53 stig í síðasta leik.
Kelly vs. Kelly:
Kelly Olynyk with a hard screen on Kelly Oubre who gets up and goes after Olynyk._x1f44a__x1f44a_ pic.twitter.com/CsswJq169K
— NBA Gods (@SportsLeakers) May 5, 2017
Í Oakland sigraði Golden State Warriors annan leik sinn gegn Uth Jazz. Warriors enn taplausir í úrslitakeppninni, búnir að vinna 6 leiki í röð, en serían mun nú færast næstu tvo leikina til Utah. Kevin Durant besti maður vallarins í leiknum, skoraði 25 stig, tók 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar.
Boston Celtics 89 – 116 Washington Wizards
Celtics leiða einvígið 2-1
Utah Jazz 104 – 115 Golden State Warriors
Warriors leiða einvígið 2-0