spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaHilmar Smári og Bremerhaven lögðu Nurnberg

Hilmar Smári og Bremerhaven lögðu Nurnberg

Hilmar Smári Henningsson og Bremerhaven lögðu Nurnberg um helgina í Pro A deildinni í Þýskalandi, 89-84.

Á tæpum 24 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Hilmar Smári 8 stigum, 4 fráköstum og 3 stoðsendingum.

Sigurinn heldur vonum Bremerhaven á úrslitakeppnissæti lifandi, eb þeir eru nú í 10. sæti með 11 sigra það sem af er, 2 sigrum fyrir neðan sæti í úrslitakeppninni þegar 11 umferðir eru eftir.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -