spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaHilmar og Ægir áfram með Íslandsmeisturum Stjörnunnar

Hilmar og Ægir áfram með Íslandsmeisturum Stjörnunnar

Stjarnan hefur framlengt samninga sína við bakvarðaparið Hilmar Smára Henningsson og Ægir Þór Steinarsson fyrir komandi átök í Bónus deild karla. Staðfesti félagið þetta á blaðamannafundi í Ásgarði rétt í þessu.

Ægir og Hilmar voru með bestu leikmönnum deildarinnar á síðustu leiktíð, en þar fóru þeir fyrir Stjörnunni sem vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil eftir sigur gegn Tindastóli í oddaleik úrslita í Síkinu á Sauðárkróki.

Þá var Ægir Þór valinn besti leikmaður deildarinnar á árlegu lokahófi, en það er í fyrsta skipti sem hann hlýtur þá nafnbót.

Fréttir
- Auglýsing -