9:04
{mosimage}
KR stúlkum hefur heldur betur bæst liðsstyrkur fyrir Iceland Expressdeild kvenna en Hildur Sigurðardóttir hefur ákveðið að snúa aftur í Vesturbæinn. Hildur hefur verið ein besta körfuknattleikskona landsins undafarin ár og á eftir að styrkja liðið svo um munar.
Frá þessu er greint á heimasíðu KR þar sem einnig er rætt við Hildi.
Mynd: www.karfan.is