spot_img
HomeFréttirHildur Sigurðardóttir: Frekar lélegt hjá okkur

Hildur Sigurðardóttir: Frekar lélegt hjá okkur

21:15 

 {mosimage}

Grindvíkingurinn Hildur Sigurðardóttir var fjarri sínu besta með íslenska landsliðinu í dag en hún gerði aðeins 6 stig í leiknum gegn Norðmönnum þar sem Ísland tapaði með 22 stiga mun. 

„Þetta var frekar lélegt hjá okkur, við hefðum átt að vinna þennan leik en Norðmenn fengu að komast upp með ýmislegt í þessum leik og við bökkuðum kannski full mikið þegar þær fóru að spila stífar,“ sagði Hildur.

 

Íslenska liðið tapaði 26 boltum í leiknum og tók aðeins 34 fráköst á meðan Noregskonur tóku 52 fráköst. „Þetta eru atriði sem hafa verið erfið hjá okkur í þessum tveimur leikjum og við þurfum að bæta þau,“ sagði Hildur.

 

„Ég hélt í dag að ég og liðið værum tilbúnar í þennan leik en dagsformið brást okkur við duttum út úr öllum kerfum og áttum erfitt með að setja upp í kerfin,“ sagði Hildur og bætti við að liðið þyrfti að töfra fram góðan leik gegn Írum næstu helgi til þess að vera áfram í baráttunni um að komast upp úr riðlinum.

 

nonni@karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -