spot_img
HomeFréttirHildur og Margrét töpuðu leikjum sínum í gær

Hildur og Margrét töpuðu leikjum sínum í gær

Hildur Björg Kjartansdóttir og félagar í UTPA töpuðu naumlega fyrir New Mexico State, 74-71. Hildur átti sinn besta leik í vetur, skoraði 16 stig með 6/11 nýtingu, þar af 3/6 í þristum. Bætti svo við 7 fráköstum og 1 stoðsendingu.
 
 
Margrét Rósa Hálfdánardóttir og lið hennar frá Canisius háskólanum töpuðu einnig naumlega í gærkvöldi en þær mættu Rider University og voru lokatölur leiksins 51-52 fyrir Rider. Margrét spilaði aðeins 13 mínútur og skoraði 2 stig af vítalínunni.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -