Hildur Björg Kjartansdóttir hefur ákveðið að semja við Breiðblik um að leika með liðinu á næsta tímabili. Hildur útskrifaðist frá UTR Grand Valley skólann fyrir stuttu og var samkvæmt heimildum Karfan.is gríðarlega eftirsótt af liðum í Dominos deild kvenna. Hildur er uppalinn hjá Snæfell og lék þar með Hildi Sigurðardóttur sem þjálfar lið Breiðabliks í dag.
Hildur var með 7,7 stig og 7,1 frákast að meðaltali hjá Rio Grand Valley á síðasta tímabili. Hún hefur leikið stórt hlutverk í íslenska A-landsliðinu síðustu ár þegar hún hefur getað tekið þátt. Hún er í landsliðshópnum sem heldur á Smáþjóðaleikana í San Marínó á morgun.
Breiðablik verða nýliðar í Dominos deild kvenna á næsta tímabili en eins og segir að ofan er Hildur Sigurðardóttir þjálfari liðsins. Liðið er ungt og efnilegt í bland við leikmenn sem hafa reynslu á efstu deild en ljóst er að gríðarlegur liðsstyrkur fékkst með komu Hildar og spennandi verður að fylgjast með liðinu á næsta tímabili.
Í tilkynningu Breiðabliks segir Hildur Sigurðardóttir þjálfari liðsins: „Hildur Björg er ein allra besta körfuknattleikskona landsins og mun án efa gera góða hluti í vetur. Hildur er vinnusöm, metnaðarfull og góður liðsfélagi og passar því mjög vel inn í þann hóp sem þegar er til staðar hjá Breiðablik. Ég er virkilega ánægð með að fá að starfa með henni næsta vetur.“
Fréttatilkynningu Breiðabliks má finna í heild sinni hér að neðan:
Hildur Björg Kjartansdóttir landsliðskona í körfuknattleik hefur ákveðið að ganga til liðs við Breiðablik og mun því leika með liðinu í Dominos deildinni næsta vetur. Síðustu árin hefur Hildur Björg leikið með liði Háskólans í Texas í Rio Grande, við góðan orðstír. Áður en hún hélt að utan spilaði hún með Snæfelli og varð Íslandsmeistari með liðinu vorið 2014. Síðasta tímabilið sem Hildur Björg spilaði hérlendis var hún með 15 stig og 10 fráköst að meðaltali í leik. Hildur Björg hefur leikið 12 A-landsleiki og mun leika með landsliðinu á Smáþjóðaleikanum sem hefjast á mánudaginn.
Hildur Sigurðardóttir þjálfari Breiðsbliks kveðst afar ánægð með að fá Hildi Björgu til liðs við félagið. „Hildur Björg er ein allra besta körfuknattleikskona landsins og mun án efa gera góða hluti í vetur. Hildur er vinnusöm, metnaðarfull og góður liðsfélagi og passar því mjög vel inn í þann hóp sem þegar er til staðar hjá Breiðablik. Ég er virkilega ánægð með að fá að starfa með henni næsta vetur.