spot_img
HomeFréttirHetjuleg barátta í lokaleiknum

Hetjuleg barátta í lokaleiknum

19:15

{mosimage}

Lokaleikur stelpnanna í U-18 var núna í kvöld gegn Dönum. Eftir tap liðsins gegn Noregi í morgun var ljóst að þær næðu ekki í leikinn um þriðja sætið. Í leik sem var fyrirfram búist við að yrði auðveldur leikur fyrir Dani kom annað í ljós. Íslensku stelpurnar léku eins og þær áttu að gera allt mótið og voru yfir stóran hluta af leiknum. Byrjunarlið Íslands: Heiðrún Kristmundsdóttir, Dagmar Traustadóttir, Sara Mjöll Magnúsdóttir, Heiðrún Jónsdóttir og Bergdís Ragnarsdóttir.

Ísland byrjaði frábærlega en þær komust í 4-7 með stigum frá Dagmar Traustadóttur og Bergdísi Ragnarsdóttur. Svíarnir náðu að komast yfir á ný en liðin skiptust á körfum næstu mínútur 8-7, 9-10, 11-10, 11-12 og áfram. Ísland var einu stigi yfir eftir fyrsta leikhlutann 17-18.

Annar leikhluti var eins og sá fyrsti. Liðin skiptust á körfum en á þessum tímapunkti var Ísland að stíga ágætlega út og passa boltann. Um miðjan leikhlutann virtist eins og það hafi komið lok á körfuna hjá Dönum því ofaní vildi boltinn ekki. Eftir ítrekaðar sóknartilraunir fór ekkert ofaní og Danirnir gengu á lagið og juku muninn. En þær skoruðu níu síðustu stig fyrri hálfleiks og leiddu 33-24 í hléinu.

Í þriðja leikhluta var jafnræði með liðunum og Ísland minnkaði muninn en þær dönsku voru seigar og fóru að salla niður fleiri og fleiri stigum. Á þessum tímapunkti var Ísland að tapa allt of mörgum boltum. Danirnir náðu að keyra muninn upp í 18 stig áður en leikhlutinn var allur en þær leiddu 53-35. Ísland missti Dagmar Traustadóttur út af meidda í leikhlutanum en hún meiddi sig í fæti.

{mosimage}

Íslensku stelpurnar hættu aldrei að reyna minnka muninn og gáfu allt sem þær áttu í leikinn. Þær börðust fram á síðustu sekúndu en þær dönsku juku muninn ekkert að ráði í fjórða leikhluta. Þær hófu að spila pressuvörn en íslensku stelpurnar leystu hana mun betur heldur en þær gerðu fyrr í mótinu. Lokatölur reyndust vera 67-47.

Það var allt annað íslenskt lið sem mætti til leiks í þessum leik en þær spiluðu mjög vel stóran hluta af leiknum. Með smá heppni og þessari frammistöðu hefðu úrslit í hinum leikjunum jafnvel orðið hagstæðari.

Þar með er ljóst að Norðurlandamótið hjá U-18 kvenna er búið en þær taka ekki þátt í leikjunum um þriðja eða fyrsta sætið á sunnudag.

Stig:
Björg Einarsdóttir 10 stig
Þorbjörg Friðriksdóttir 9
Heiðrún Jónsdóttir 6 stig
Dagmar Traustadóttir 6 stig
Sara Mjöll Magnúsdóttir 4 stig
Bergdís Ragnarsdóttir 4 stig
Heiðrún Kristmundsdóttir 4 stig
Rannveig Ólafsdóttir 2 stig
Lóa Dís Másdóttir 2 stig
Jenný Harðardóttir, Heiða Valdimarsdóttir og Salbjörg Sævarsdóttir komu inná en náðu ekki að skora.

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -