spot_img

Hesseldal í Njarðvík

Njarðvíkingar hafa sótt sér liðsstyrk fyrir tímabilið í Subway-deild kvenna sem hefst á næstunni, en danska landsliðskonan Emilie Sofie Hesseldal hefur samið við þær grænu um að leika með liðinu.

Hesseldal hefur áður spilað hér á landi, en hún lék með Skallagrími við afar góðan orðstír veturinn 2019-2020, og varð m.a. bikarmeistari með liðinu það vor. Það tímabil skoraði hún 17 stig að meðaltali í leik og var þar að auki frákastahæsti leikmaður deildarinnar með 13,8 fráköst að meðaltali í leik. Eins og frægt er slaufaði KKÍ Íslandsmótinu það vorið vegna Covid-19 faraldursins.

Eftir að hafa landað Íslandsmeistaratitlinum 2022 datt Njarðvík út í undanúrslitum Subway-deildarinnar á síðasta tímabili eftir 3-1 tap gegn grönnum sínum í Keflavík.

Fréttir
- Auglýsing -