spot_img
HomeFréttirHenning hættur hjá Haukum, Bjarni tekur við

Henning hættur hjá Haukum, Bjarni tekur við

Haukar hafa ráðið nýjan þjálfara á meistaraflokk kvenna en Henning Henningsson sagði starfi sínu lausu fyrir skemmstu og hefur leit að eftirmanni hans staðið yfir. Þeirri leit er lokið því Bjarni Magnússon, sem á síðustu leiktíð var aðstoðarþjálfari karlaliðs Fjölnis, hefur verið ráðinn til starfa.

Haukar sendu frá sér fréttatilkynningu í kjölfarið.

Bjarni Magnússon hefur verið ráðinn nýr þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Haukum. Bjarni er reynslu mikill þjálfari sem hefur undanfarin ár verið þjálfari unglinga- og drengjaflokka hjá Fjölni og verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í Fjölni. Auk þess hefur Bjarni m.a. stýrt liði stúdenta í meistaraflokki karla svo það helsta sé nefnt. Bjarni á langan ferill sem leikmaður og spilaði hann m.a. með Haukum hluta leiktíðarinnar 1997-1998. Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka væntir mikils af starfi Bjarna og býður hann velkominn í góðan hóp reynslu mikilla þjálfara deildarinnar.

 
 
Henning Henningsson sem verið hefur þjálfari meistaraflokks kvenna undanfarinn ár óskaði eftir því nýverið við meistaraflokksráð kvenna að hætta sem þjálfari meistaraflokks kvenna en taka jafnframt að sér að þjálfun yngri leikmanna deildarinnar. Henning er þökkuð mikil og góð störf fyrir Hauka við þjálfun meistaraflokks kvenna en jafnframt fagna Haukar því að jafn reynslu mikill þjálfari og Henning sé tilbúinn að starfa að áframhaldandi uppbyggingu körfunnar í Haukum.
 
Samúel Guðmundsson
Formaður Kkd Hauka

Mynd: Bjarni Magnússon er nýr þjálfari kvennaliðs Hauka – kylfingur.is

[email protected]

 
Fréttir
- Auglýsing -