Tölfræði úr viðureign Hamars og Njarðvíkur er ekki enn komin inn í tölfræðikerfi KKÍ en þökk sé góðum manni getum við birt stigahæstu leikmenn frá viðureigninni í gær. Njarðvík vann leikinn nokkuð örugglega 72-91.
Eftir sigurinn í gær eru Njarðvíkingar í 2.-5. sæti deildarinnar ásamt Keflavík, Fjölni og Val en Hamar er á botninum ásamt Haukum en bæði lið hafa tapað þremur fyrstu leikjunum sínum.
Stigahæstar hjá Hamri: Samantha 27, Hannah Tuomi 26
Stigahæstar hjá Njarðvík: Lele Hardy 26, Shanae Baker Brice 23, Petrúnella 21, Salbjörg 6, Erna 6, Ólöf Helga 5 og Eyrún Líf 4.