spot_img
HomeFréttirHelgi: Töpuðum óþarflega stórt gegn þeim úti

Helgi: Töpuðum óþarflega stórt gegn þeim úti

10:15

{mosimage}

 

(Helgi í baráttunni gegn Georgíu á dögunum) 

 

Allt bendir til þess að Helgi Már Magnússon leiki á Íslandi í vetur. Helgi hefur verið að gera það gott með landsliðinu og takist liðinu að leggja Austurríkismenn í Laugardalshöll á miðvikudag hefur landsliðið unnið 8 leiki í sumar og aðeins tapað einum. Ísland mætir Austurríki í sínum síðasta leik í B-deild Evrópukeppninnar á miðvikudag og hefst leikurinn kl. 19:15. Karfan.is ræddi stuttlega við Helga sem sagði íslenska liðið hafa verið í talsverðum erfiðleikum með austurrísku miðherjana í leik liðanna ytra í fyrra.

 

Úrslitaleikur gegn Austurríki um 3. sætið, fáum við annan dramaleik eins og gegn Georgíu?

Svo framarlega að við vinnum þá er mér svo sem sama. En helst viljum við taka þá öruggt enda eigum við harma að hefna eftir óþarflega stórt tap úti í Austurríki. Það væri einnig gaman að enda sumarið með 8 sigra og aðeins 1 tap. 

Ísland tapaði stórt úti, hvað var það sem var helst að stríða okkur í þeim leik?

Við áttum í talsverðum erfiðleikum með stóru leikmennina þeirra, en aðallega vorum við okkur sjálfum verstir.  Það var eins og við urðum hálf orkulausir í 4.leikhlutanum.

 

Hvernig bolta eru Austurríkismenn að spila og hvernig mun íslenska liðið svara? 

 

Þeir byggja spil sitt í kringum stóru leikmennina en við höfum svo sem ekki miklar áhyggjur af því hvernig þeir ætli að spila, heldur ætlum við að einblína á okkar leik. Ef við náum að halda uppi sama krafti í vörninni og hefur verið í síðustu tveimur leikjum þá vinnum við þennan leik.

 

Hvernig standa þín mál? Verður þú í KR í vetur?

 

Það lítur allt út fyrir að ég verði heima í vetur. Ekkert hefur samt verið ákveðið ennþá en KR heillar mig mjög enda uppalinn þar og svo er Evrópukeppni framundan. Svo skemmir náttúrulega ekki fyrir að Benni sé að þjálfa. Hann og Ingi Þór eru ástæðan fyrir því að maður er skikkanlegur í þessu sporti.

 

[email protected]

 

ÍSLAND-AUSTURRÍKI

LAUGARDALSHÖLL

MIÐVIKUDAGINN 5. SEPTEMBER

KL. 19:15

FJÖLMENNUM Í HÖLLINA!!!

Fréttir
- Auglýsing -