spot_img
HomeFréttirHelgi: Þetta var yndislegt

Helgi: Þetta var yndislegt

06:00
{mosimage}

(Helgi Magnússon sleppir einum þrist í loftið)

,,Þetta var yndislegt. Við vorum yfir allan leikinn og ég hélt alltaf að við værum að fara að klára þetta,“ sagði Helgi Már Magnússon í samtali við Karfan.is eftir að KR varð Íslandsmeistari í gærkvöldi með naumum 84-83 sigri á Grindavík í oddaleik liðanna. Helgi gerði 7 stig og tók 4 fráköst í liði KR og var einn þeirra KR-inga sem var í bullandi villuvandræðum en kláraði samt leikinn með glæsibrag.

,,Mér fannst það ekkert hættulegt að leiða allan leikinn, mér fannst það bara betra ef eitthvað er. Við vitum alveg hvernig Grindavík er með Bradford og Brenton, þeir eru ótrúlega góðir og gátu alltaf jafnað. Í þessari síðustu sókn vissi ég ekkert hvað var að gerast, stóð bara þarna og snérist í hringi,“ sagði Helgi léttur í bragði og var ánægður með hvernig KR-ingar leystu úr villuvandræðum sínum í gær.

,,Við spiluðum þetta mjög vel en ég verð að hrósa Grindavík, þeir eru ótrúlega gott lið með frábæran þjálfara,“ sagði Helgi og kvað þessi tvö lið sem mættust í úrslitum vera það sterkasta sem hann hafði séð í boltanum hér heima.

,,Við erum meistarar, sem betur fer!“ sagði Helgi að lokum og rauk í fögnuðinn með sínum mönnum í KR.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -