spot_img
HomeFréttirHelgi Rafn: Þetta er stirt hjá okkur

Helgi Rafn: Þetta er stirt hjá okkur

 
Aðspurður hvort sæti í 1. deild væri farið að knýja á dyrnar hjá Tindastól svaraði Helgi Rafn Viggósson: ,,Nei nei, það er ekkert svoleiðis í gangi, menn þurfa bara að stíga upp og það þarf maður sjálfur að gera líka,“ sagði Helgi sem setti 9 stig og tók 12 fráköst í tapleik Tindastóls gegn ÍR í Iceland Express deild karla í kvöld.
,,Þetta er stirt hjá okkur, við erum samt með menn sem geta skorað en ég hreinlega veit það ekki hvað er að annað en að þetta hefur verið stirt. 73 stig er það mesta sem við höfum skorað í vetur en varðandi þennan leik í kvöld er eitt sem mér finnst alveg fáránlegt eins og sést á töflunni og það eru villurnar,“ sagði Helgi en 34 villur voru dæmdar á Tindastól í leiknum.
 
,,Mér fannst halla á okkur í dómgæslunni í kvöld, það er bara svoleiðis en það er ekkert alltaf uppi á teningum. Það helsta sem við þurfum að laga hjá okkur er sóknarleikurinn, við erum með fínan varnarleik fyrir utan að ÍR skorar 97 stig í kvöld. Sóknarboltinn var fínn í fyrri hálfleik þannig að verðum bara að taka það góða út úr þessum leik. Sóknin kemur á endanum hjá okkur en við þurfum greinilega eitthvað meira en þessa fjóra leiki til að koma henni í gang.“
 
Fréttir
- Auglýsing -