spot_img
HomeFréttirHelgi, Guðlaugur og Pétur hættir í Grindavík

Helgi, Guðlaugur og Pétur hættir í Grindavík

{mosimage}

(Guðlaugur Eyjólfsson)

Félagarnir Helgi Jónas Guðfinnsson, Guðlaugur Eyjólfsson og Pétur Guðmundsson hafa ákveðið að leika ekki með körfuknattleiksliði Grindavíkur í Iceland Express deildinni á næstu leiktíð. Þá hefur Hjörtur Harðarson ráðið sig sem þjálfara hjá Haukum og því hafa alls fjórir leikmenn yfirgefið herbúðir Grindvíkinga frá síðustu leiktíð. www.vf.is greinir frá.

Pétur Guðmundsson mun þó ekki alfarið slíta sig frá liðinu en hann hefur hug á því að vera í kringum liðið til aðstoðar. Guðlaugur Eyjólfsson ætlar að taka sér frí frá körfuknattleik en Helgi Jónas Guðfinnsson hefur verið með æfingahóp Grindavíkurliðsins í sumar sem styrktarþjálfari hjá liðinu en hann ákvað að leika ekki með Grindavík á næstu leiktíð heldur snúa sér að öðrum verkefnum.

Bakvörðurinn Jóhann Ólafsson verður ekki tilbúinn í slaginn á næstu leiktíð með Grindavík þar sem hann á við alvarleg meiðsli að stríða en Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur, á von á því að Jóhann geti leikið með liðinu á síðari helming næstu leiktíðar.

„Þetta getur komið upp á og missirinn er talsverður,“ sagði Friðrik Ingi. „Vissulega gerir þetta okkur erfiðara fyrir en það þýðir lítið að kvarta yfir því. Mikil reynsla fer í burtu með þessum leikmönnum sem létu mikið að sér kveða innan og utan vallar en það koma leikmenn í þeirra stað og það kemur bara í ljós hverjir það verða,“ sagði Friðrik Ingi en ljóst má vera að Grindavíkuriðið mætir talsvert breytt til leiks á næstu leiktíð frá því sem var á þeirri síðustu.

Frétt af www.vf.is

{mosimage}

(Helgi Jónas)

Fréttir
- Auglýsing -