Undir 16 ára stúlknalið Íslands mátti þola tap gegn Danmörku á Norðurlandamótinu í Kisakallio í Finnlandi í dag, 53-61.
Eftir leikinn er liðið því með tvo sigra og tvö töp, en þær leika lokaleik sinn á mótinu á morgun gegn heimastúlkum í Finnlandi.
Helga Jara Bjarnadóttir og Inga Lea Ingadóttir spjölluðu við Körfuna eftir leik í Kisakallio.