spot_img
HomeFréttirHelga Einarsdóttir gerði sigurstig KR í Toyotahöllinni

Helga Einarsdóttir gerði sigurstig KR í Toyotahöllinni

20:58
{mosimage}

Subwaybikarmeistarar KR kvenna hafa tekið 1-0 forystu í undanúrslitaeinvíginu gegn Íslandsmeisturum Keflavíkur. Liðin mættust í sínum fyrsta undanúrslitaleik í kvöld þar sem KR vann 77-78. Sigurkörfuna gerði Helga Einarsdóttir þegar 4 sekúndur voru til leiksloka eftir stoðsendingu frá Sigrúnu Ámundadóttur.

Hildur Sigurðardóttir fór á kostum í liði KR með 29 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Hjá Keflavík var TaKesha Watson með 16 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar. Nánar verður greint frá leiknum síðar í kvöld eða snemma í fyrramálið.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -