spot_img
HomeFréttirHelena vill fá Carmen í landsliðið

Helena vill fá Carmen í landsliðið

Helena Sverrisdóttir var gestur vikunnar í Podcasti Karfan.is þar sem hún ræddi um ferilinn, landsliðið og Dominos deildirnar. 

 

Helena lék í fjögur ár með TCU háskólanum í Bandaríkjunum áður en hún gerðist atvinnumaður í Slóvakíu. Þar lék hún í tvö ár og komst meðal annars í undanúrslit í evrópukeppninni með sterku liði Good Angles, þaðan fór hún til Ungverjalands og endaði atvinnumannaferilinn í bili í Póllandi. Því næst ákvað hún að koma heim og spila með Haukum. 

 

Helena missir nú af fyrsta landsleikjaverkefni sínu í 12 ár ef liðið spilar síðustu leikina í undankeppni Eurobasket gegn Slóvakíu og Portúgal. 

 

Carmen Tyson-Thomas sagði í viðtali við Karfan.is í dag að hún ætlaði sér að sækja um íslenskan ríkisborgararétt og að draumurinn væri að spila með íslenska landsliðinu. 

 

Í Podcasti síðustu viku var Helena einmitt spurð um hvort hún væri til í að spila með Carmen í landsliðinu og tók hun vel í það. 

 

„Ég er alltaf að bíða eftir að Carmen Tyson-Thomas fái íslenskt vegabréf svo hún geti farið að spila með okkur í landsliðinu. Ég held að það væri ekki leiðilegt að fá hana í landsliðsbúning og fá einhvern skorara í liðið.“ sagði Helena um Cameron og bætti við um frammistöðu hennar í Dominos deildinni: 

 

„Carmen setti 49 stig á okkur í Haukum og var að mata hinar stelpurnar með stoðsendingum. Það væri gaman að fá hana í landsliðið.“

 

Podcast Karfan.is með Helenu má hlusta á hér að neðan en margt áhugavert kom fram í spjallinu við Helenu.

 

 

Fleiri podcöst frá Karfan.is má finna hér

Fréttir
- Auglýsing -