spot_img
HomeFréttirHelena valin leikmaður vikunnar í gær

Helena valin leikmaður vikunnar í gær

 
 
Helena Sverrisdóttir fór á kostum með TCU í bandaríska háskólakörfuboltanum í síðustu viku og var líka í gærkvöld kosin leikmaður vikunnar í Mountain West deildinni. Helena var með 21,5 stig, 8,5 fráköst og 6,5 stoðsendingar að meðaltali í tveimur sigurleikjum TCU á Houston og Texas A&M-Corpus Christi. www.visir.is greindi frá þessu í gærkvöldi.
Helena hitti úr 15 af 25 skotum sínum í þessum tveimur leikjum (60 prósent skotnýting), var einu stigi frá persónulegu stigameti í fyrri leiknum (26 stig) og varð síðan aðeins annar leikmaður kvennaliðs TCU frá upphafi til að ná þrefaldri tvennu í þeim síðari. Helena var með 17 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar á móti Texas A&M-Corpus Christi.
 
Þetta er í annað skiptið í vetur sem Helena er kosin besti leikmaður vikunnar í Mountain West deildinni en hún fékk þessa viðurkenningu einnig 14. desember síðastliðinn.
 
Fréttir
- Auglýsing -