spot_img
HomeFréttirHelena tilnefnd á Wooden listann: Aðeins 30 komast að!

Helena tilnefnd á Wooden listann: Aðeins 30 komast að!

 
Í vikunni var það kunngjört að Helena Sverrisdóttir er einn af 30 leikmönnum sem tilnefndur hefur verið á John R. Wooden listann en verðlaunin sjálf eru einn æðsti heiður sem leikmaður í bandaríska háskólaboltanum getur hlotnast. John Wooden er fyrrverandi þjálfari UCLA liðsins og eru verðlaunin í hans nafni afhent árlega þeim háskólaleikmanni sem stendur sig hvað best.
Helena er nú á lokaári sínu hjá TCU og hefur þegar skipað sér á sess með bestu leikmönnum í sögu skólans. Á síðustu leiktíð var Helena valin besti leikmaður Mountain West deildarinnar en TCU hafði sigur í deildinni og var Helena með 13,6 stig, 6,7 fráköst og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Þá er Helena eini leikmaður TCU í sögunni sem náð hefur 1000 stigum, 500 fráköstum og 300 stoðsendingum á skólaferlinum.
 
Kjörið á þeim sem hlýtur Wooden-verðlaunin gengur svo fyrir sig:
Ráðgjafateymi skipað 26 manns velur í lok tímabils um 20 leikmenn (30 kynntir í fyrstu) sem koma til greina sem leikmaður ársins. Þeir sem koma til greina í lokavali eru tilkynntir fyrir úrslitakeppni NCAA deildarinnar. Þessi 20 nöfn fara svo í kosningu hjá meira en 1000 aðilum sem samanstanda af íþróttafréttamönnum og öðrum sem saman eru fulltrúar allra 50 fylkjanna í Bandaríkjunum.
 
Fréttir
- Auglýsing -