spot_img
HomeFréttirHelena stigahæst í síðasta leik ársins 2008

Helena stigahæst í síðasta leik ársins 2008

12:19
{mosimage}

(Helena Sverrisdóttir hefur sannað sig sem einn sterkasti liðsmaður TCU)

Landsliðskonan Helena Sverrisdóttir kom í stutt jólastopp til Íslands fyrir skemmstu en hélt aftur til Bandaríkjanna þar sem háskólalið hennar TCU mætti SMU skólanum þann 30. desember. Skemmst er frá því að segja að TCU tapaði leiknum naumlega 79-75 á heimavelli sínum Fort Worth  í Texasfylki.

Helena var stigahæst í liði TCU með 22 stig en hún tók einnig 13 fráköst, gaf 5 stoðsendingar, varði 3 skot og stal 3 boltum á þeim 38 mínútum sem hún lék í leiknum.

Næsti leikur TCU er miðvikudaginn 7. janúar þegar TCU leikur gegn Colorado State á útivelli.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -