spot_img
HomeFréttirHelena semur við University of North Florida

Helena semur við University of North Florida

Njarðvíkingurinn Helena Rafnsdóttir hefur samið við North Florida Ospreys í bandaríska háskólaboltanum fyrir næsta tímabil samkvæmt fréttatilkynningu ANSAathletics.

Helena er ein efnilegasta körfuknattleikskona landsins og hefur spilað stórt hlutverk í liði Njarðvíkur sem hefur komið skemmtilega á óvart á tímabilinu og eru það sem af er efstar Subway í deildinni.

Helena hefur leikið upp alla yngri flokka og með meistaraflokki Njarðvíkur, en þá hefur hún einnig verið hluti af öllum yngri landsliðum Íslands. Það sem af er þessu tímabili hefur Helena skilað 4 stigum, 3 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í 11 leikjum með toppliði Njarðvíkur í Subway deildinni.

Tilkynning:

ANSAathletics kynnir með stolti að körfuknattleikskonan Helena Rafnsdóttir úr Njarðvík hefur samið við North Florida háskólann í Jacksonville Florída, um að spila fyrir skólann næstu fjögur árin. Helena hefur skólagönguna næsta haust 2022. Helena er ein efnilegasta körfuknattleikskona landsins og hefur spilað stórt hlutverk í liði Njarðvíkur sem hefur komið skemmtilega á óvart á tímabilinu og eru það sem af er efstar Subway í deildinni.

Háskólinn í Norður-Flórída er fyrstu deildar háskóli sem keppir í ASUN deildinni sem spannar Flórída og fylkin í suðaustur Bandaríkjunum. Háskólinn sem er rúmlega 14 þúsund manna háskóli sem er gerir gríðarlegar námskröfur, en nemendur þurfa 3.91 af 4.0 kvarða í einkunn til að komast i skólann eða nánast með A í öllum námsgreinum í menntaskóla.

Það er ánægjulegt að greina frá því að fjölmargir háskólar börðust um að fá Helenu til liðs við sinn skóla. Eftir nánari athugun á skólunum sem komu til greina var Norður-Flórída skólinn valinn, enda afar metnaðarfullt körfuboltaprógramm sem skólinn heldur úti ásamt miklum námskröfum. Þessi niðurstaða endurspeglar mikla einbeitningu og vinnusemi Helenar á undanförnum árum í fyrirmyndar umgjörð og áherslum hjá körfuknattleiksdeild Njarðvíkur þaðan sem nokkur af efnilegasta körfuknattleiksfólki landsins kemur þessi misserin.

Fréttir
- Auglýsing -