07:20
{mosimage}
(Helena Sverrisdóttir)
Kvennalandslið Íslands er efst í A-riðli Evrópukeppninnar í B-deild eftir góðan 68-53 sigur á Sviss í gærkvöldi. Leikurinn fór fram að Ásvöllum í Hafnarfirði þar sem fremsta körfuknattleikskona þjóðarinnar, Helena Sverrisdóttir, sleit barnskónum sínum. Helena sem leikur með TCU háskólanum í Bandaríkjunum fann sig vel á sínum gamla heimavelli. Hún setti niður 25 stig í leiknum, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Hún sagði í samtali við Karfan.is eftir leikinn í gær að gaman hefði verið að ná sigri að Ásvöllum.
,,Það var mikilvægt að byrja keppnina svona en það verður að segjast eins og er að við vorum ekki að spila nægilega góða vörn í upphafi leiks. Við vorum að spila ágætan sóknarbolta en vissum það að Sviss hafði verið að skora lítið í sínum leikjum hingað til. Þetta kom svo allt hjá okkur í seinni hálfleik, vörnin small og við spiluðum betur saman í sókninni,“ sagði Helena en fann hún fyrir því að það þyrfti að koma í hennar hlut að taka af skarið í leiknum?
,,Ég var að leysa stöðu kraftframherja og hef ekki mikið verið í því hlutverki þannig að þetta var ný og góð áskorun fyrir mig. Þá voru stelpurnar að finna mig betur í síðari hálfleik,“ sagði Helena sem kvaðst spennt fyrir leiknum gegn Hollendingum ytra á laugardag.
,,Þær rústuðu okkur hérna í fyrra svo það er kominn tími á að við sýnum þeim að við getum eitthvað í körfubolta!“
[email protected]
Mynd: [email protected]