spot_img
HomeFréttirHelena með 19 stig í sigri TCU

Helena með 19 stig í sigri TCU

13:00
{mosimage}

(Helena hefur sýnt undanfarið að hún er óumdeildur leiðtogi TCU)

Haukakonan Helena Sverrisdóttir gerði 19 stig þegar TCU hafði góðan 71-59 sigur á Colorado State í bandarísku háskóladeildinni á laugardag. Helena tók einni 7 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og stal 2 boltum í leiknum.

Með sigrinum hefur TCU unnið 6 leiki og tapað 3 í Mountain West deildinni og Helena heldur áfram uppteknum hætti á vítalínunni en hún sett niður öll fjögur vítaskotin sín í leiknum og hefur því skorað úr 31 víti í röð!

Lið Utah er sem fyrr á toppi deildarinnar og hefur nú unnið 8 leiki í röð en TCU er í 3. sæti. Næsti leikur TCU er aðra nótt þegar liðið mætir UNLV á heimavelli sínum í Fort Worth í Texas.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -