spot_img
HomeFréttirHelana stigahæst í tapi TCU

Helana stigahæst í tapi TCU

Helena Sverrisdóttir var í byrjunarliði TCU þegar þær töpuðu fyrir New Mexico háskólanum í nótt 60-53. Helena var stigahæst með 14 stig og Emily Carter skorað 12 stig.
Þrátt fyrir tapið er TCU efst í Mountain West deildinni með fimm sigra og tvo tapleiki en liðið deilir nú toppsætinu með tveim öðrum skólum Brigham Young og San Diego State.
 
TCU hefur verið á mikli skriði og er nú 21. sæti yfir bestu skóla Bandaríkjanna en ekkert annað lið í Mountain West deildinni er á topp 25.
 
Næsti leikur TCU er á miðvikudag gegn Brigham Young og því afar mikilvægur leikur framundan.
 
Mynd: Helena var að vanda í aðalhlutverki hjá TCU
Fréttir
- Auglýsing -