Einn leikur fór fram í 1. deild karla í kvöld þar sem Höttur Egilsstöðum lagði Ármann 78-72.
Björn Einarsson tók við liði Hattar í sumar og hóf leiktíðina á sigri með sínum mönnum en Tómas Hermannsson tók við Ármenningum en mátti sætta sig við nauman ósigur í kvöld.
Mynd – www.eyjafrettir.is Björn Einarsson í leik með ÍBV en hann þjálfaði og lék með liðinu á síðustu leiktíð.