spot_img
HomeFréttirHeimasigrar í IE deild karla

Heimasigrar í IE deild karla

Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í kvöld og unnust þeir allir á heimavelli. Þá fóru fram tveir leiki í Iceland Express deild kvenna og sigraði KR Hauka á heimavelli en Grindavík sótti sigur í Keflavík.
 
 
Í Njarðvík tóku heimamenn á móti Tindastól og sigruðu 108-81. Jóhann Árni Ólafsson í miklum ham og skoraði 36 stig fyrir Njarðvík en stigahæstur gestanna var Svavar Atli Birgisson með 19 stig.
 
Í Hveragerði var Suðurlandsslagur þar sem FSu var í heimsókn. Heimamenn unnu öruggan 111-74 sigur og var Marvin Valdimarsson í miklum ham, skoraði 51 stig. Chris Caird var stigahæstur FSu manna með 24 stig auk þess sem hann tók 16 fráköst.
 
KR ingar tóku á móti ÍR í Reykjavíkurslag og unnu nokkuð öruggan sigur 82-73. Semanje Inge skoraði 19 stig fyrir KR en Nemanja Sovic skoraði 21 fyrir ÍR.
 
Í kvennadeildinni sótti Grindavík góðan sigur í Keflavík, 67-54. Michele De Vault var stigahæst Grindavíkurstúlkna með 24 stig auk þess sem hún tók 16 fráköst en Viola Beybeyah skoraði 21 fyrir Keflavík.
 
Fyrr í dag tók KR á móti Haukum í Iceland Express deild kvenna og eftir jafnan fyrri hálfleik stakk KR af í þeim þriðja og vann 67-55. Signý Hermannsdóttir var stigahæst KR stúlkna með 23 stig og tók 12 fráköst. Stigahæst Haukastúlkna var Hether Ezell með 31 stig.
 
 
Mynd: Jakob Hansen

 
Fréttir
- Auglýsing -