spot_img
HomeFréttirHeimamenn unnu Valsmótið

Heimamenn unnu Valsmótið

Í dag voru úrslit á Valsmótinu. Heimamenn í Val fóru með sigur af hólmi en þeir mættu Breiðablik í úrslitum. Þór Akureyri vann leikinn um þriðja sætið en Álftaness lenti í neðsta sæti.
Leikið var um sæti í dag og um 5. sætið léku Álftanes og Hamar. Hamarsmenn fóru með sigur af hólmi 85-30.
 
Í leiknum um 3. sætið unnu Þórsarar Ármenninga 72-40.
 
Valur hafðu svo betur gegn Breiðablik í hörkuleik 87-78.
 
Lokastaðan:
1. sæti Valur
2. sæti Breiðablik
3. sæti Þór Akureyri
4. sæti Ármann
5. sæti Hamar
6. sæti Álftanes
 
 
Ljósmynd/Torfi Magnússon Sigurlið Vals í dag ásamt formanni Kkd. Vals Lárusi Blöndal.
 
emil@karfan.is
Fréttir
- Auglýsing -