Skemmtilegur dagur á EM er að baki en nokkur óvænt úrslit litu dagsins ljós. Meðal þeirra er sigur heimamanna á Litháum 85-76 og Þjóðverjar unnu Evrópumeistara Rússa 76-73.
Pólverjar juku enn á eymd Litháa en sigur heimamanna þýðir að Litháar eru búnir að tapa fyrstu tveimur leikjum sínum og verða að vinna Búlgara á morgun ef þeir ætla sér að komast í milliriðil.
Maciej Lampe var stigahæstur hjá Póllandi með 22 stig en sá leikmaður Póllands sem Íslendingar þekkja án efa best er Marcin Gortat í NBA-deildinni en hann tók 17 fráköst.
Þjóðverjar sem leika án sinna bestu manna unnu í dag Rússland 76-73 í leik sem var afar kaflaskiptur. Sigur Þjóðverja var þrjú stig en munurinn varð mestur 19 stig þeim þýsku í vil en Rússarnir náðu að minnka muninn í eitt stig. En tveir þristar á síðustu tveimur mínútum leiksins kláraði hann og Þjóðverjar fóru með sigur af hólmi.
Jan-Hendrik Jagla var með tvennu fyrir Þýskaland 19 stig og 11 fráköst og hjá Rússum skoruðu þeir Kelly McCarty og Anton Ponkrashov 12 stig hvor.
Slóvenar unnu granna sína í Serbíu 80-69 þar sem Bostjan Nachbar skoraði 17 stig fyrir Slóvena og Milos Teodosic setti 14 fyrir Serba.
Heimsmeistarar Spánverja unnu Breta í skemmtilegum leik. Bretarnir sem eru þekktir fyrir margt annað en körfubolta spiluðu mjög vel á köflum og létu Spánverja hafa fyrir hlutunum. Þeir leiddu um tíma 73-69 þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum. En þá létu heimsmeistararnir finna fyrir sér og skoruðu næstu 12 stig leiksins og unnu allt annað en sannfærandi sigur. Stigahæstur hjá Spáni var Pau Gasol með 27 stig og 11 fráköst og hjá Bretum skoraði Jarret Hart mest eða 15 stig.
Úrslit dagsins:
A-riðill:
Ísrael-Makedónía 79-82
Grikkland-Króatía 76-68
B-riðill:
Þýskaland-Rússland 76-73
Frakkland-Lettland 51-60
C-riðill:
Slóvenía-Serbía 80-69
Spánn-Bretland 84-76
D-riðill:
Litháen-Pólland 75-86
Búlgaría-Tyrkland 66-94
Heimasíða mótsins
mynd: fibaeurope.com