spot_img
HomeFréttirHeimamenn byrja vel á EM

Heimamenn byrja vel á EM

21:50

{mosimage}

Dirk Nowitzki skoraði 35 stig fyrir Þjóðverja í kvöld 

Evrópumótið í körfubolta hófst í kvöld á Spáni. Heimamenn sem eru ríkjandi heimsmeistarar tóku á móti nágrönnum sínum frá Portúgal og tóku þá í kennslustund. Portúgalir sem hafa ekki verið í úrslitakeppni Evrópumóts síðan 1951 byrjuðu leikinn betur og komust í 5-1 en þar með var draumurinn búinn. Spánverjar sigruðu 82-56.

 

Í hinum leik B riðils komu Lettar á óvart og sigruðu Króata 85-77. 

Í A riðli sigruðu Rússar Serba 73-65 og Evrópumeistarar Grikkja unnu Ísrael 76-66. 

Dirk Nowitzki skoraði 35 stig fyrir Þjóðverja sem sigruðu Tékka 83-78 í C riðli og Litháen vann Tyrkland 85-69. 

Að lokum sigruðu Frakkar Pólverja 74-66 í D riðli og Slóvenar sigruðu Ítali 69-68 í æsispennandi leik. 

Mótið heldur svo áfram á morgun og fyrir þá sem hafa aðgang að erlendum sjónvarpsstöðum þá er kannski rétt að líta á listann yfir þær stöðvar sem sýna frá mótinu. 

[email protected] 

Mynd: www.eurobasket2007.org

Fréttir
- Auglýsing -