spot_img
HomeFréttirHeiður lék sinn síðasta leik á Íslandi í einhvern tíma í kvöld...

Heiður lék sinn síðasta leik á Íslandi í einhvern tíma í kvöld “Er ótrúlega spennt”

Keflavík lagði Fjölni nokkuð örugglega í Blue höllinni í kvöld í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum Subway deildar kvenna, 88-72. Með sigrinum tryggði Keflavík sér sigur í einvíginu 3-0, en þær þurfa nú að bíða eftir niðurstöðu úr einvígi Stjörnunnar og Hauka til að vita hvaða liði þær mæta í undanúrslitunum.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Heiði Karlsdóttur leikmann Fjölnis eftir leik í Blue höllinni. Leikur kvöldsins var sá síðasti sem Heiður leikur á Íslandi í einhvern tíma, en nú í sumar mun hún ganga til liðs við sterkt lið Wyoming Cowgirls í bandaríska háskólaboltanum.

Fréttir
- Auglýsing -