Hefur þú brennandi áhuga á körfubolta? Gætir þú hugsað þér að þeysast á milli körfuboltavalla og greina frá leikjunum eða ljósmynda þá í bak og fyrir? Karfan.is getur ávallt bætt við sig góðu fólki og ef þú ert í þeim hópi endilega hafðu þá samband á [email protected]
Það er spennandi tímabil framundan og í mörg horn að líta og til að greina sem best frá íþróttinni okkar elskulegu þá vantar alltaf gott fólk sem er reiðubúið að rétta fram hjálparhönd.
Hvort sem það eru greinaskrif, ljósmyndir, videoverkefni eða hvað það nú kann að vera þá tekur Karfan.is alltaf vel á móti áhugasömum. Endilega hafið samband á [email protected] – ekki amalegt að fá frítt á alla körfuboltaleiki ársins!