spot_img
HomeFréttirHef þroskast helling sem leikmaður

Hef þroskast helling sem leikmaður

Guðmundur Jónsson var einn þeirra leikmanna sem gerði endurkomu sína til Njarðvíkur formlega nú í kvöld með því að setja undirskrift sína á samning við þá grænklæddu. Guðmundur spilaði með liði Þór Akureyri á síðasta tímabili við góðan orðstýr og var valinn á lokahófi félagsins besti leikmaður síðustu leiktíðar. Guðmundur kvaðst vera ánægður að vera komin aftur heim.

„Þetta gekk ekki alveg upp eins og við ætluðum okkur á Akureyri. Liðið féll í fyrstu deildina en tími minn á Akureyri var dýrmætur.“

Teluru að þú sért betri leikmaður í dag en þegar þú fórst frá Njarðvíkum fyrir síðasta tímabil

„Já það er engin spurning. Ég hef þroskast helling sem leikmaður, en hjá Þór var ég í töluvert stærra hlutverki en ég hef verið hingað til. Mér finnst skilningur minn á leikinn vera betri þannig að ég mæti til leiks reynslunni ríkari.“

 Hvað munt þú koma til með að koma með til liðs Njarðvíkinga fyrir næsta tímabil

Ég kem með hörku varnarleik, mér finnst hann skipta mjög miklu máli og hjá mér er hann númer eitt tvö og þrjú. Sóknarleikur minn hefur einnig tekið miklum framförum og skynsemi í sókninni er meiri hjá mér.  Ég er óhræddur við að taka af skarið og þetta tek ég með mér frá síðasta tímabili“

Fréttir
- Auglýsing -