Það var í verkahring Borgnesinga að sýna Ísfirðingum í kvöld hvar Davíð keypti ölið þegar þeir fóru með sigur af hólmi í 2.umferð Lengjubikarsins 86-81. Talsverður haustbragur var á leik beggja liða og einnig mátti merkja eilítinn haustbrag á dómurum leiksins sem oft máttu muna fífil sinn fegurri. Mesti haustbragurinn var þó á nettengingunni í húsinu, sem virkaði ekki eins og ætlast er til. Af þeim sökum er enga tölfræði að hafa úr leiknum.
Bæði lið byrjuðu leikinn af miklum krafti og var mikið skorað í upphafi leiks. Gestirnir reyndu að nýta sér smæð heimamanna og skoruðu grimmt undir körfunni á meðan Skallar treystu mest á hraðan leik og langskot. Nafnarnir Davíð Ásgeirsson og Guðmundsson voru þrælsprækir í liði heimamanna. Guðmundsson setti niður 5 þrista og 3 víti í leiknum alls 18 stig á meðan Ásgeirsson setti 13. Jafnræði var með liðunum allt fram í 4.leikluta er Borgnesingar náðu 8 stiga forskoti. Gestirnir náðu þó að komast yfir á nýjan leik. Heimamenn voru þó sterkari í lokin og lönduðu sanngjörnum sigri í hörkuleik.
Stig skallagríms;
Davíð Guðmunds 18
Egill Egils 16
Davíð Ásgeirs 13
Valur S. 11
Sigurður Þórarins 11
Trausti Eiríks 10
Orri Jóns 4
Kristján Ómars 3
KFÍ
Jason Smith 26
Mirko 15
Ágúst 11
Hraunar 7
Pavle 6
Óskar 5
Guðmundur 3
Jón Hrafn 3
Leó 2
Björgvin 2
Umfj./RG
Mynd úr safni/ Trausti Eiríksson gerði 10 stig fyrir Skallagrím.