spot_img
HomeFréttirHaustbragur í Hafnarfirði

Haustbragur í Hafnarfirði

22:33

{mosimage}

Það má með sanni segja að það hafi verið haustbragur yfir leik Hauka og Vals þegar liðin mættust í Poweradebikarnum á Ásvöllum í kvöld. Bæði lið gerðu mikið af mistökum og alveg ljóst að undirbúningstímabilið blundaði í leikmönnum beggja liða. Þrátt fyrir það varð leikurinn spennandi undir lokin og réðust úrslit ekki fyrr en eftir framlengingu.


Haukar náðu fínu starti og komust í 11-2 og voru yfir 11-6 um miðbik leikhlutans. Valur var ekki á því að gefa leikinn strax og komst í yfir 13-14 en Haukar komust aftur yfir og leiddu 21-18 eftir fyrsta leikhluta.

Annar leikhluti einkenndist af baráttu og mistökum og þó svo að Haukar væru ávallt skrefinu á undan. Valur jafnaði leikinn 33-33 og þannig var staðan í hálfleik.

{mosimage}

Þriðji leikhluti var svipaður þeim öðrum hvað baráttu varðar. Valur komst yfir en vantaði alltaf þetta litla extra til að stinga af og munurinn var aldrei meiri en 2 stig. Haukar komust aftur yfir áður en leikhlutanum lauk og staðan 53-52 þegar leikhlutanum lauk.

Haukar náðu fínu forskoti í fjórða leikhluta og mætti halda að það væri bara formsatriði að klára leikinn en allt kom fyrir ekki. Þegar hálf mínúta var eftir að leiknum leiddu Haukar með 3 stigum og voru með boltann. Mikið fát kom á sóknarleik Hauka sem varð til þess að Valsstúlkur unnu boltann en misnotuðu sniðskot. Aftur héldu Haukar í sókn og aftur misstu þær boltann eftir tvö misnotuð vítaskot.

Valur átti boltann þegar 5 sekúndur voru eftir og ljóst að þær þyrftu þriggjastigakörfu til að knýgja fram framlengingu. Haukar sem voru ekki búnar að brjóta af sér í leikhlutanum höfðu fjórar villur til að gefa og éta þannig upp klukkuna. Boltinn barst til Tinnu Sigmundsdóttur sem tók sér nægan tíma í að stilla sér upp og smella þrist niður um leiða og flautan gall og leikurinn jafn 63-63.

{mosimage}

Haukar voru sterkari aðilinn í framlengingunni og unnu fínan sigur á Val, 73-67

Kristrún Sigurjónsdóttir og Guðbjörg Sverrisdóttir voru allt í öllu hjá Haukum og skoruðu þær saman 49 stig. Kristrún var með 26 stig og 6 stoðsendingar og Guðbjörg var með 23 stig 7 fráköst og 4 stoðsendingar.

Hjá Val skoraði Signý Hermannsdóttir 17 stig og gerði sér lítið fyrir og tók 17 fráköst. Næstar henni voru Lovísa Guðmundsdóttir og Tinna Sigmundsdóttir með 10 stig hvor.

[email protected]

Myndir: [email protected]

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -